Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: EV | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (11.5.2023)
Markmið: Að mæla fyrir um sérstakt lánaform, rafrænar skuldaviðurkenningar, sem veiti sambærilegt réttarfarshagræði og skuldabréf, auki skilvirkni í viðskiptum, einfaldi lánaumsýslu, hafi jákvæð umhverfisáhrif og skapi hagræði fyrir almenning, lánveitendur og opinbera aðila.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að innleiða nýtt lánaform sem heitir rafrænar skuldaviðurkenningar. Ráðgert er að þær verði gefnar út og varðveittar á rafrænu formi og þinglýst með rafrænum hætti. Fyrirhugað er að rafrænar skuldaviðurkenningar veiti sambærilegt réttarfarshagræði og skuldabréf, m.a. við aðför og nauðungarsölu. Einnig er ráðgert að nýta megi rafrænar skuldaviðurkenningar til fjármögnunar með sértryggðum skuldabréfum á sama hátt og veðskuldabréf vegna fasteignalána.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum fjárhagsáhrifum á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Erlend samskipti: Norræn málefni | Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál | Atvinnuvegir: Viðskipti