Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið:
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að sameina tvenn lög í ein heildarlög þar sem á einum stað er fjallað um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða, þ.m.t. frystingu fjármuna vegna slíkra aðgerða og um skráningu aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir. Lagt er til að ákvæði um frystingu fjármuna og skráningu aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir, sem tengjast fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu gereyðingarvopna, nái til allra tegunda þvingunaraðgerða. Þannig myndu sömu reglur munu gilda um afskráningu aðila af listum yfir þvingunaraðgerðir hvort sem um er að ræða þvingunaraðgerðir vegna hryðjuverka eða alvarlegra mannréttindabrota. Þá eru lögð til ný ákvæði um landgöngubann, yfirflugsbann og bann við efndum krafna.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða, nr. 93/2008, og lög um frystingu fjármuna og skráningu aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir í tengslum við fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu gereyðingarvopna, nr. 64/2019.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Lög og réttur: Persónuleg réttindi | Atvinnuvegir: Viðskipti