Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

956 | Mennta- og skólaþjónustustofa

153. þing | 31.3.2023 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 17 | Þingskjöl: 2 | Nefnd: AM | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (10.5.2023)

Samantekt

Markmið: Að stofna Mennta- og skólaþjónustustofu, sem er þjónustu- og þekkingarmiðstöð, og starfar í þágu barna og ungmenna á sviði fræðslu- og menntamála um land allt í samræmi við lög, stefnu stjórnvalda, bestu þekkingu og alþjóðleg viðmið.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að stofnuð verði Mennta- og skólaþjónustustofa, sem tekur við fjölbreyttum þjónustu-, ráðgjafar- og stuðningshlutverkum við menntun og skólaþjónustu á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Gert er ráð fyrir að Menntamálastofnun verði lögð niður og verkefni hennar færist til Mennta- og skólaþjónustustofu og mennta- og barnamálaráðuneytisins. Í frumvarpinu er lagt til að markaður verði rammi um verkefni nýrrar stofnunar.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku laganna falla úr gildi lög um Menntamálastofnun, nr. 91/2015. Við gildistöku laganna verða jafnframt breytingar á lögum um íslenskan ríkisborgararétt, nr. 100/1952, lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla, nr. 75/1985, lögum um háskóla, nr. 63/2006, lögum um námsgögn, nr. 71/2007, lögum um leikskóla, nr. 90/2008, lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, lögum um framhaldsskóla, nr. 92/2008, lögum um framhaldsfræðslu, nr. 27/2010, lögum um stuðning við útgáfu bóka á íslensku, nr. 130/2018, lögum um lýðskóla, nr. 65/2019, og lögum um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, nr. 95/2019.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Mennta- og menningarmál: Menntamál

Þingskjöl

Þingskjal 1492 | 31.3.2023
Flutningsmenn: Ásmundur Einar Daðason
Þingskjal 1699 | 8.5.2023

Umsagnir