Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að einfalda umsýslu og útgáfu sveinsbréfa svo að útgáfa bréfanna geti orðið að fullu rafræn þannig að þeim sem hafa fengið útgefið sveinsbréf verði gert auðveldara að sýna fram á réttindi sín og um leið neytendum gert auðveldara að staðreyna umrædd réttindi og skyldur.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að útgáfa sveinsbréfa verði flutt frá ráðherra (háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu) til sýslumanna.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um handiðnað, nr. 42/1978.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar tæknilegri breytingu.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Mennta- og menningarmál: Menntamál | Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál