Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

947 | Fjarskipti o.fl. (fjarskiptanet, skráning, eftirlit o.fl.)

153. þing | 31.3.2023 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 6 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: US | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (11.5.2023)

Samantekt

Markmið: Að styrkja regluverk í því skyni að auðvelda úrlausnir deilumála milli fjarskiptafyrirtækja þegar um er að ræða ríkisstyrkta fjarskiptainnviði. Að sporna gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum á netinu. Að gera yfirvöldum betur kleift að hafa hendur í hári ábyrgðarmanna léna sem gerast brotlegir við lög.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að kveðið verði á um opinn aðgang að fjarskiptanetum sem notið hafa ríkisaðstoðar, að sett verði ný viðmið um verðlagningu slíkra neta og að Fjarskiptastofu verði veitt heimild til að skera úr um ágreining þegar hann er til staðar. Þá er gert ráð fyrir að veitt verði lagastoð vegna reglugerðar (ESB) nr. 2021/1232, sem kveður á um undanþágur frá reglum um fjarskiptaleynd, til að gera rafrænum þjónustuaðilum tímabundið kleift að vakta hvort umferð um þeirra kerfi innihaldi barnaníðsefni. Þá er lagt til að skerpt verði á reglum um lénaskráningar til þess að auka getu til að sporna við netglæpum.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um fjarskipti, nr. 70/2022.

Lög um íslensk landshöfuðlén, nr. 54/2021.
Lög um Fjarskiptastofu, nr. 75/2021.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/1232 frá 14. júlí 2021 um tímabundna undanþágu frá tilteknum ákvæðum tilskipunar 2002/58/EB í þágu baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum á netinu.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Samgöngumál: Fjarskipti og póstmál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál

Þingskjöl

Þingskjal 1480 | 31.3.2023

Umsagnir