Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

944 | Útlendingar (dvalarleyfi)

153. þing | 30.3.2023 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að tryggja að innflytjendur sem hér vilja búa og starfa fái tækifæri til aðlögunar og geti nýtt hæfileika sína, þekkingu og reynslu. Að jafna tækifæri innflytjenda til félagslegrar þátttöku, virkni í íslensku samfélagi og vinna gegn atvinnuleysi innflytjenda. Að rýmka ákvæði er varða útgáfu dvalarleyfa á grundvelli atvinnuþátttöku og auka skilvirkni með einföldun ferla.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagðar eru til rýmkaðar heimildir fyrir umsækjendur um dvalarleyfi, m.a. vegna starfa sem krefjast sérfræðiþekkingar, fyrir nýútskrifaða háskólanema á grundvelli sérþekkingar þeirra og fyrir doktorsnema. Einnig eru lagðar til rýmkaðar heimildir til að endurnýja dvalarleyfi vegna skorts á starfsfólki og lengja gildistíma dvalarleyfis fyrir íþróttafólk og fyrir sérhæfða starfsmenn á grundvelli samstarfs- eða þjónustusamnings. Heimilt verður að endurnýja dvalarleyfi þeirra sem dvelja hér á landi vegna vistráðninga samhliða auknu eftirliti. Rýmka á heimild til fjölskyldusameiningar fyrir dvalarleyfishafa í námi og í sérhæfðum störfum eða störfum þar sem skortur er á starfsfólki auk þess sem réttur breskra ríkisborgara með dvalarleyfi til fjölskyldusameiningar er áréttaður.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um útlendinga, nr. 80/2016.

Lög um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2002.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á útgjöld ríkissjóðs sem nokkru nemur.

Aðrar upplýsingar: Tillögur starfshóps um atvinnuréttindi útlendinga utan EES. Forsætisráðuneytið, febrúar 2023.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Mennta- og menningarmál: Menntamál

Þingskjöl

Þingskjal 1476 | 30.3.2023
Flutningsmenn: Jón Gunnarsson
Þingskjal 1954 | 3.6.2023
Þingskjal 1987 | 6.6.2023
Þingskjal 2130 | 9.6.2023

Umsagnir