Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 6 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að hægt sé að meta hvort lagaleg skilyrði um hámarksvinnutíma og lágmarkshvíld og vikulegan frídag séu virt sem og hvort starfsfólk hafi fengið hvíld síðar ef vikið er frá reglum um hvíldartíma og vikulegan frídag samkvæmt lögum eða kjarasamningum.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að innleidd verði með fullnægjandi hætti tiltekin ákvæði í tilskipun 2003/88/EB um ákveðna þætti er varða skipulag vinnutíma. Lagt er til að atvinnurekendum verði skylt að koma upp áreiðanlegu og aðgengilegu kerfi til vinnutímaskráningar starfsfólks, sem innihaldi m.a. upplýsingar um daglegan og vikulegan vinnutíma sem og upplýsingar um á hvaða tíma sólarhrings unnið er, samfelldan hvíldartíma og vikulegan frídag.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/88/EB frá 4. nóvember 2003 um ákveðna þætti er varða skipulag vinnutíma.
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Samfélagsmál: Atvinnumál | Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál