Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

939 | Tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna (geymsla og nýting fósturvísa og kynfrumna)

153. þing | 30.3.2023 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 6 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að virða vilja einstaklinga eða pars, sem hefur geymt kynfrumur eða fósturvísa í tengslum við tæknifrjóvgunarferli, til að nýta kynfrumur eða fósturvísa þrátt fyrir andlát eða breytingu á sambúðarformi aðila.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að slit sambúðar eða hjúskapar leiði ekki sjálfkrafa til þess að þeim kynfrumum eða fósturvísum sem einstaklingar sem standa að tæknifrjóvgun og eiga í geymslu í kjölfar meðferðar verði eytt. Hið sama eigi við ef annar einstaklingurinn sem stóð að tæknifrjóvgun andast. Gerð er krafa um að sá sem vill nýta kynfrumur á þennan hátt sé einhleypur þegar að tæknifrjóvgun kemur.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna, nr. 55/1996.

Barnalög, nr. 76/2003.
Erfðalög, nr. 8/1962.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Samþykkt með þeirri breytingu að fallið var frá því skilyrði að einstaklingur sé einhleypur þegar hann nýtir kynfrumur eða fósturvísa til tæknifrjóvgunar.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál

Þingskjöl

Þingskjal 1469 | 30.3.2023
Flutningsmenn: Willum Þór Þórsson
Þingskjal 1977 | 6.6.2023
Flutningsmenn: Velferðarnefnd
Þingskjal 2121 | 9.6.2023
Þingskjal 2142 | 9.6.2023

Umsagnir

Velferðarnefnd | 31.5.2023
Velferðarnefnd | 5.5.2023
Livio Reykjavík (umsögn)
Velferðarnefnd | 9.5.2023
Samtökin '78 (umsögn)
Velferðarnefnd | 11.5.2023
Velferðarnefnd | 5.5.2023