Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

938 | Lyfjalög og lækningatæki (upplýsingar um birgðastöðu)

153. þing | 30.3.2023 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: VF | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (5.5.2023)

Samantekt

Markmið: Að innleiða Evrópureglugerð um að styrkja hlutverk Lyfjastofnunar Evrópu að því er varðar viðbúnað við krísu og krísustjórnun varðandi lyf og lækningatæki og að bregðast við skýrslu starfshóps um neyðarbirgðir.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að upplýsingar um birgðastöðu lyfja og lækningatækja séu veittar Lyfjastofnun í rauntíma og að hún geti miðlað upplýsingunum áfram til Lyfjastofnunar Evrópu í samræmi við kröfur Evrópureglugerðarinnar og einnig til ríkisstofnana, heilbrigðisstarfsmanna og almennings. Þá er lagt til nýtt ákvæði um undanþágu frá samræmismatsferlum lækningatækja til að milda skort á þeim en tryggja samt hátt öryggisstig fyrir sjúklinga og vörur.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lyfjalög, nr. 100/2020.

Lög um lækningatæki, nr. 132/2020.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir 493,7 milljóna kr. kostnaði við þróun og rekstur miðlægs tölvukerfis hjá Lyfjastofnun sem heldur utan um upplýsingar um birgðastöðu lyfja og lækningatækja í rauntíma.

Aðrar upplýsingar:

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2022/123 frá 25. janúar 2022 um að styrkja hlutverk Lyfjastofnunar Evrópu að því er varðar viðbúnað við krísu og krísustjórnun varðandi lyf og lækningatæki.

Skýrsla starfshóps um neyðarbirgðir. Forsætisráðuneytið, 28. september 2022.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1468 | 30.3.2023
Flutningsmenn: Willum Þór Þórsson

Umsagnir

Velferðarnefnd | 5.5.2023
Alvotech hf. (umsögn)
Velferðarnefnd | 5.5.2023
Velferðarnefnd | 25.5.2023
Velferðarnefnd | 5.5.2023