Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að skapa trausta umgjörð um innheimtu meðlaga og annarra framfærsluframlaga, einfalda verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, stuðla að jákvæðri þróun starfseminnar og bæta þjónustu við meðlagsgreiðendur.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagðar eru til breytingar á lögum í þeim tilgangi að færa verkefni Innheimtustofnunar sveitarfélaga frá sveitarfélögum til ríkisins, nánar tiltekið til sýslumanns. Breytingarnar lúta m.a. að fjárhagslegri skiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna tilfærslunnar, starfsmannamálum Innheimtustofnunar og undirbúningi yfirfærslunnar.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um Innheimtustofnun sveitarfélaga, nr. 54/1971.
Kostnaður og tekjur: Útgjaldabreytingar ríkisins munu fyrst og fremst vera kostnaður vegna reksturs innheimtunnar hjá sýslumanni og niðurfærsla á meðlagskröfum sem ekki innheimtast eftir gildistöku laganna. Samkvæmt fyrirliggjandi mati er gert ráð fyrir að varanlegur árlegur kostnaður sýslumanns vegna reksturs innheimtunnar verði í kringum 300 milljónir kr.
Aðrar upplýsingar: Starfsemi Innheimtustofnunar sveitarfélaga verði flutt til ríkisins. Innviðaráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, 21. október 2022.
Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum sem voru tæknilegs eðlis.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál