Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

893 | Dómstólar (sameining héraðsdómstólanna)

153. þing | 23.3.2023 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 6 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: AM | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (13.4.2023)

Samantekt

Markmið:

Að auka skilvirkni og hagkvæmni í rekstri héraðsdómsstigsins og styrkja faglegan grundvöll starfsemi dómstigsins á landsbyggðinni.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að átta héraðsdómstólar landsins verði sameinaðir í einn dómstól undir nafninu Héraðsdómur. Gert er ráð fyrir að yfirstjórn hans verði staðsett í Reykjavík, að dómstóllinn hafi átta lögbundnar starfsstöðvar á þeim stöðum þar sem héraðsdómstólar eru nú starfræktir og að lögbundinn lágmarksfjöldi starfsmanna verði á hverri starfsstöð.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um dómstóla, nr. 50/2016.

Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að stofnkostnaður sem af frumvarpinu hlýst rúmist innan ramma gildandi fjárlaga.

Aðrar upplýsingar: Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýslu dómstólanna (apríl 2020).


Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á stofnunum ríkisins (desember 2021).

Sameining héraðsdómstóla lögð til í skýrslu starfshóps. Dómsmálaráðuneytið, 16. desember 2022.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Samfélagsmál: Byggðamál  |  Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál

Þingskjöl

Þingskjal 1395 | 23.3.2023
Flutningsmenn: Jón Gunnarsson

Umsagnir