Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

889 | Hollustuhættir og mengunarvarnir (geymsla koldíoxíðs)

153. þing | 23.3.2023 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 11 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: US | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (14.4.2023)

Samantekt

Markmið: Að samræma orðalag íslenskra laga við orðalag tilskipunar 2009/31/EB um geymslu koldíoxíðs í jörðu svo að ekki leiki vafi á því að rekstraraðilar sem taka þátt í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir geti nýtt Carbfix-tækni við geymslu koldíoxíðs til frádráttar frá losun sinni.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagðar eru til nokkrar breytingar á lögunum l í kjölfar athugasemda frá eftirlitsstofnun EFTA við innleiðingu tilskipunar 2009/31/EB með lögum nr. 12/2021 sem breyttu lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Lagt er til að skýra betur gildissvið laganna og setja skýrari mörk milli könnunarleyfis og starfsleyfis. Einnig er lögð til orðalagsbreyting um flutning ábyrgðar á geymslusvæði eftir lokun þess og þá er lagt til að skýra skilyrði fyrir aðgangi þriðja aðila að flutningskerfi og geymslusvæði. Enn fremur er lagt til að bæta við tveimur ákvæðum sem annars vegar fjalla um lausn deilumála vegna aðgangs að flutningskerfi og geymslusvæði og hins vegar um samstarf yfir landamæri.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/31/EB frá 23. apríl 2009 um geymslu koltvísýrings í jörðu og um breytingu á tilskipun ráðsins 85/337/EBE, tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 2000/60/EB, 2001/80/EB, 2004/35/EB, 2006/12/EB, 2008/1/EB og reglugerð (EB) nr. 1013/2006.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Atvinnuvegir: Iðnaður  |  Umhverfismál: Mengun  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1391 | 23.3.2023

Umsagnir

Landsvirkjun (viðbótarumsögn)