Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 11 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: US | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (14.4.2023)
Markmið: Að samræma orðalag íslenskra laga við orðalag tilskipunar 2009/31/EB um geymslu koldíoxíðs í jörðu svo að ekki leiki vafi á því að rekstraraðilar sem taka þátt í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir geti nýtt Carbfix-tækni við geymslu koldíoxíðs til frádráttar frá losun sinni.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/31/EB frá 23. apríl 2009 um geymslu koltvísýrings í jörðu og um breytingu á tilskipun ráðsins 85/337/EBE, tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 2000/60/EB, 2001/80/EB, 2004/35/EB, 2006/12/EB, 2008/1/EB og reglugerð (EB) nr. 1013/2006.
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Atvinnuvegir: Iðnaður | Umhverfismál: Mengun | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd | Atvinnuvegir: Viðskipti