Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

861 | Stjórn fiskveiða (svæðaskipting strandveiða)

153. þing | 21.3.2023 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 17 | Þingskjöl: 2 | Nefnd: AV | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (17.4.2023)

Samantekt

Markmið: Að jafna aðgengi að strandveiðum eftir landshlutum.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að tekin verði upp að nýju svæðaskipting aflaheimilda við strandveiðar sem var afnumin árið 2019. Í stað þess að heimilt sé að stunda veiðar frá öllum landsvæðum þar til heildaraflamagn hefur verið veitt verður aflaheimildum skipt á landsvæði og tímabil. Lagt er til að óveiddar aflaheimildir hvers landsvæðis og tímabils megi flytja yfir á næsta tímabil innan fiskveiðiársins og ráðstafa þeim með aflaheimildum þess tímabils. Þá er gert ráð fyrir að óveiddar aflaheimildir innan fiskveiðiárs verði heimilt að flytja yfir á næsta fiskveiðiár. Gert er ráð fyrir að Fiskistofa stöðvi strandveiðar frá einstökum landsvæðum þegar leyfilegum heildarafla á þeim svæðum er náð.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um stjórn fiskveiða, 116/2006.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Byggðamál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Atvinnuvegir: Sjávarútvegur

Þingskjöl

Þingskjal 1353 | 21.3.2023
Flutningsmenn: Svandís Svavarsdóttir
Þingskjal 1377 | 23.3.2023
Flutningsmenn: Sigurjón Þórðarson

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 5.4.2023
Djúpavogshreppur (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 17.4.2023
Fiskistofa (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 1.6.2023
Atvinnuveganefnd | 11.4.2023
Múlaþing (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 15.5.2023