Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að halda ásættanlegum málshraða við Landsrétt.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að fjölga dómurum í Landsrétti varanlega um einn, úr 15 í 16.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um dómstóla, nr. 50/2016.
Kostnaður og tekjur: Launa- og starfstengdur kostnaður eins dómara við Landsrétt nemur um 30 milljónum kr. árlega. Gert er ráð fyrir að sú útgjaldabreyting rúmist innan fyrirliggjandi útgjaldaramma dómstólanna.
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál | Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins