Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

806 | Skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja (lágmarkskrafa um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar o.fl.)

153. þing | 6.3.2023 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að varðveita fjármálastöðugleika, þ.m.t. tryggja áframhald nauðsynlegrar starfsemi fyrirtækja og forðast veruleg neikvæð áhrif á fjármálakerfið. Að lágmarka hættu á að veita þurfi sérstakan opinberan fjárstuðning til fyrirtækja. Að vernda innstæðueigendur, fjárfesta og eignir viðskiptavina fyrirtækja.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að meginefni tilskipunar 2019/879/ESB (BRRD II-tilskipunarinnar) verði innleitt. Helstu breytingar varða m.a. nákvæmari reglur um skilaáætlun og skilabærni, sér í lagi hvað samstæður varðar, og reglur um lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020.

Lög um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
Lög um öryggi fyrirmæla í greiðslukerfum og verðbréfauppgjörskerfum, nr. 90/1999.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/879 frá 20. maí 2019 um breytingu á tilskipun 2014/59/ESB að því er varðar tapþol og endurfjármögnunargetu lánastofnana og verðbréfafyrirtækja og tilskipun 98/26/EB.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1241 | 6.3.2023
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 1983 | 6.6.2023
Þingskjal 2127 | 9.6.2023

Umsagnir