Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

803 | Nafnskírteini

153. þing | 6.3.2023 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að nafnskírteini gefin út á grundvelli nýrra laga uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til persónuskilríkja í reglugerð (ESB) nr. 2019/1157 og verði gild ferðaskilríki á EES/Schengen-svæðinu og örugg persónuskilríki til auðkenningar í daglegu lífi.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að allir íslenskir ríkisborgarar eigi rétt á að fá útgefið nafnskírteini og er það breyting frá gildandi lögum sem mæla fyrir um útgáfu nafnskírteina til allra einstaklinga sem eru skráðir hér á landi en gera að skilyrði að umsækjendur séu orðnir 14 ára. Einnig er lagt til að gefin verði út nafnskírteini bæði með og án ferðaréttinda.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Um er að ræða ný lög en við gildistöku laganna falla brott lög um útgáfu og notkun nafnskírteina, nr. 25/1965, og jafnframt verða breytingar á sóttvarnalögum, nr. 19/1997, og lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir að frumvarpið hafi í för með sér útgjöld fyrir ríkissjóð. Reiknað er með að gjald fyrir útgáfu nafnskírteina verði ákveðið í gjaldskrá Þjóðskrár Íslands með hliðsjón af kostnaði við útgáfuna og að gjaldtakan standi þar með undir kostnaði. Þá er ráðgert að tímabundinn kostnaður við innleiðingu rúmist innan útgjaldaramma Þjóðskrár Íslands.

Aðrar upplýsingar:

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1157 frá 20. júní 2019 um að efla öryggi kennivottorða borgara Sambandsins og dvalarskjala sem gefin eru út til handa borgurum Sambandsins og aðstandendum þeirra sem nýta sér réttinn til frjálsrar farar.

Afgreiðsla: Samþykkt með fáeinum breytingum. Til að mynda var bætt við ákvæði vegna innleiðingar reglugerðar (ESB) nr. 2019/1157 að hluta.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál

Þingskjöl

Þingskjal 1238 | 6.3.2023
Flutningsmenn: Jón Gunnarsson
Þingskjal 1971 | 5.6.2023
Þingskjal 2053 | 8.6.2023

Umsagnir