Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 6 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að sameina alla þjónustu sem snýr að innflytjendum, flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd hjá einni stofnun með það í huga að ná meiri skilvirkni en nú þykir vera í málaflokknum.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að Fjölmenningarsetur verði lagt niður og að Vinnumálastofnun taki við hlutverki, verkefnum, réttindum og skyldum, eignum og skuldbindingum Fjölmenningarseturs. Með sameiningunni munu innflytjendur, flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd geta leitað á einn stað og sótt þar þá þjónustu sem þeim stendur til boða sem mun einfalda og auka skilvirkni samstarfs ríkis og sveitarfélaga í málaflokknum. Þá er lögð til breyting á lögum um vinnumarkaðsaðgerðir sem á að tryggja að sameinuð stofnun reki á hverjum tíma a.m.k. eina þjónustustöð á Austurlandi, höfuðborgarsvæðinu, Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra, Suðurlandi, Suðurnesjum, Vestfjörðum og Vesturlandi.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um málefni innflytjenda, nr. 116/2012.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál | Samfélagsmál: Byggðamál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál