Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að tryggja markvissari afgreiðslu umsókna um atvinnuleyfi vegna starfa sem krefjast sérhæfðrar þekkingar þeirra sem þeim gegna sem felur þó ekki í sér háskóla-, iðn-, list- eða tæknimenntun sem viðurkennd er hér á landi.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að ráðherra fái heimild til að birta í reglugerð lista yfir þau störf sem krefjast sérhæfðrar þekkingar þar sem tímabundinn skortur er á starfsfólki. Skal ráðherra óska eftir tillögum að breytingum á framangreindri reglugerð frá hlutaðeigandi stofnunum og hagsmunaaðilum a.m.k. á tólf mánaða fresti. Þá er lagt til að Vinnumálastofnun fái heimild til þess að veita tímabundin atvinnuleyfi á grundvelli þeirra breytinga sem lagðar eru til og að heimilt verði að framlengja atvinnuleyfi sem veitt eru á grundvelli nýs lagaákvæðis um allt að tvö ár, þrátt fyrir að það starf sem um ræðir hafi verið fellt brott af lista yfir störf í framangreindri reglugerð.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2002.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Samfélagsmál: Atvinnumál | Mennta- og menningarmál: Menntamál | Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál