Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

596 | Stjórn fiskveiða (afnám tegundatilfærslu í deilistofnum botnfisks o.fl.)

153. þing | 16.1.2023 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að koma í veg fyrir ofveiði á íslenskum deilistofnum botnfisks.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að stöðva flutning á aflamarki milli deilistofna botnfisks til að koma í veg fyrir ofveiði. Þá er lagt til að sömu reglur gildi fyrir hryggleysingja og uppsjávarfiska og fyrir aðrar fisktegundir þegar kemur að því að færa aflamark milli ára til að jafna sveiflur og vegna umframveiði.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Samþykkt með þeirri meginbreytingu að heimild til að flytja aflamark uppsjávartegunda (kolmunna, makríls og norsk-íslenskrar síldar) milli ára var hækkuð úr 10% í 15% ef ekki er í gildi samningur milli strandríkja.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Norræn málefni  |  Atvinnuvegir: Sjávarútvegur

Þingskjöl

Þingskjal 927 | 16.1.2023
Flutningsmenn: Svandís Svavarsdóttir
Þingskjal 1696 | 5.5.2023
Þingskjal 1744 | 9.5.2023
Þingskjal 1836 | 23.5.2023

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 1.3.2023
Fiskistofa (umsögn)