Markmið: Að styðja við innleiðingu fjölbreyttra og umhverfisvænni ferðamálta. Að innleiða Evrópugerðir er varða umhverfisáhrif, markaðseftirlit og öryggi ökutækja.
Helstu breytingar og nýjungar:
Lagt er til að sett verði lagaákvæði sem miða að því að búnaður, umhverfi og notkun smáfarartækja, t.d. vélknúinna hlaupahjóla og tvíhjóla ökutækja á einum öxli, verði örugg. Þá er lagt til að tryggð verði lagastoð til innleiðingar fimm Evrópugerða sem lúta að umhverfisáhrifum, markaðseftirliti og öryggi ökutækja.
Breytingar á lögum og tengd mál: Umferðarlög, nr. 77/2019.
Lög um virðisaukaskatt, nr.
50/1988.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir teljandi áhrifum á útgjöld ríkissjóðs.
Aðrar upplýsingar:
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB)
2019/1242 frá 20. júní 2019 um að setja staðla um frammistöðu vegna losunar koltvísýrings fyrir ný, þung ökutæki og um breytingu á reglugerð (EB) nr.
595/2009 og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB)
2018/956 og tilskipun ráðsins
96/53/EB.
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB)
2018/858 frá 30. maí 2018 um viðurkenningu á og markaðseftirlit með vélknúnum ökutækjum og eftirvögnum þeirra og á kerfum, íhlutum og aðskildum tæknieiningum sem ætlaðar eru í slík ökutæki, um breytingu á reglugerðum (EB) nr.
715/2007 og (EB) nr.
595/2009 og niðurfellingu tilskipunar
2007/46/EB.
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB)
2020/1054 frá 15. júlí 2020 um breytingu á reglugerð (EB) nr.
561/2006 að því er varðar lágmarkskröfur um daglegan og vikulegan hámarksaksturstíma, lágmarksvinnuhlé og daglegan og vikulegan hvíldartíma og reglugerð (ESB) nr.
165/2014 að því er varðar staðarákvörðun með aðstoð ökurita.
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB)
2018/645 frá 18. apríl 2018 um breytingu á tilskipun
2003/59/EB um grunnþjálfun og reglubundna þjálfun ökumanna tiltekinna ökutækja til vöru- eða farþegaflutninga og á tilskipun ráðsins
2006/126/EB um ökuskírteini.
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar:
Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál
|
Samfélagsmál: Félagsmál
|
Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit
|
Umhverfismál: Mengun