Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

542 | Tónlist

153. þing | 2.12.2022 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að efla umgjörð fyrir sköpun og flutning tónlistar á Íslandi með því að marka heildarramma fyrir málefni tónlistar og búa henni hagstæð skilyrði. 

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að stofna tónlistarmiðstöð og tónlistarsjóð. Gert er ráð fyrir að tónlistarmiðstöð taki við af ÚTÓN og Íslenskri tónverkamiðstöð. Lagt er til að tónlistarsjóður verði sameinaður úr þremur sjóðum í einn nýjan sjóð með fjórum deildum. Þá er gert ráð fyrir að Sinfóníuhljómsveit Íslands verði áfram í eigu þjóðarinnar, með áherslu á kynningu og útbreiðslu íslenskrar tónlistar.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um Sinfóníuhljómsveit Íslands, nr. 36/1982, og frá 1. júní 2023 falla úr gildi lög um tónlistarsjóð, nr. 76/2004.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna stofnunar og reksturs tónlistarmiðstöðvar og eflingar tónlistarsjóðs verði 324,8 milljónir kr. á árinu 2023, 374,8 milljónir kr. á árinu 2024 og 424,8 milljónir kr. á árinu 2025.

Aðrar upplýsingar:

Skýrsla starfshóps um tónlistarmiðstöð. Mars 2021. 


Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Bekendtgørelse af lov om musik LBK nr 32 af 14/01/2014.

Finnland
Lag om främjande av scenkonst 17.12.2020/1082.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Mennta- og menningarmál: Menningarmál  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 684 | 2.12.2022
Flutningsmenn: Lilja Alfreðsdóttir
Þingskjal 1647 | 27.4.2023
Þingskjal 1685 | 3.5.2023
Þingskjal 1723 | 8.5.2023

Umsagnir