Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

540 | Opinbert eftirlit Matvælastofnunar (samræming gjaldtökuheimilda)

153. þing | 2.12.2022 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að samræma og skýra heimildir fyrir gjaldtöku vegna opinbers eftirlits og þjónustu Matvælastofnunar ásamt því að bæta við nýjum gjaldtökuheimildum.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að gjaldtökuheimildir Matvælastofnunar vegna eftirlits og þjónustu verði samræmdar og skýrðar. Þá er gert ráð fyrir að bætt verði við nýjum heimildum til gjaldtöku þar sem þær skortir.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Lög um varnir gegn sjúkdómum og meindýrum á plöntum,  nr. 51/1981.
Lög um innflutning dýra, nr. 54/1990.
Lög um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr. 25/1993.
Lög um fiskeldi, nr. 71/2008.
Lög um útflutning hrossa, nr. 27/2011.
Lög um skeldýrarækt, nr. 90/2011.
Lög um velferð dýra, nr. 55/2013.

Kostnaður og tekjur: Frumvarpið sem slíkt hefur ekki sjálfkrafa fjárhagsáhrif á ríkissjóð. Samhliða gerð frumvarpsins hefur KPMG ásamt Matvælastofnun framkvæmt greiningu á raunkostnaði við eftirlit og þjónustu Matvælastofnunar. Á grundvelli þessarar greiningar verður gefin út ný gjaldskrá Matvælastofnunar um áramótin. Með hinni nýju gjaldskrá er lauslega gert ráð fyrir rekstrartekjur Matvælastofnunar aukist um 300–400 milljónir kr. á meðan útgjöld vegna eftirlits gætu hækkað um 100–200 milljónir kr. Þannig er gert ráð fyrir að afkoma ríkissjóðs batni um 100–200 milljónir kr., þar sem kostnaður sem áður var fjármagnaður beint úr ríkissjóði verður framvegis fjármagnaður með lögbundnum rekstrartekjum.

Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðiseftirlit  |  Atvinnuvegir: Landbúnaður  |  Atvinnuvegir: Sjávarútvegur  |  Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd

Þingskjöl

Þingskjal 682 | 2.12.2022
Flutningsmenn: Svandís Svavarsdóttir
Þingskjal 1910 | 31.5.2023
Þingskjal 1972 | 5.6.2023
Þingskjal 2054 | 8.6.2023

Umsagnir