Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 10 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að hvetja eigendur smábáta til að fjárfesta í rafknúnum bátum og stuðla að orkuskiptum í sjávarútvegi með það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að smábátar sem knúnir eru rafmagni fái að landa 750 kg af kvótabundnum tegundum í hverri veiðiferð í stað 650 kg eins og fyrir hefðbundin skip.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Umhverfismál: Orkumál og auðlindir | Atvinnuvegir: Sjávarútvegur | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd