Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að innleiða hvata til orkuskipta í sjávarútvegi með það að markmiði að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og losun gróðurhúsalofttegunda.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að bátar sem eru styttri en 15 metrar og undir 45 brúttótonnum fái veiðileyfi með krókaaflamarki, að því tilskildu að þeir noti að lágmarki til helminga vistvæna orkugjafa.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum áhrifum á ríkissjóð.
Afgreiðsla: Samþykkt með þeirri breytingu að brúttótonnahámarkið var fjarlægt.
Efnisflokkar: Umhverfismál: Orkumál og auðlindir | Atvinnuvegir: Sjávarútvegur | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd