Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

536 | Raforkulög (viðbótarkostnaður)

153. þing | 2.12.2022 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að koma í veg fyrir að almennir notendur beri auka viðbótarkostnað sem tilkominn er vegna nýrra tenginga annarra notenda.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að taka af allan vafa um heimild dreifiveitna til að setja gjaldskrá fyrir innheimtu viðbótarkostnaðar fyrir nýja tengingu notanda ef gjaldtaka samkvæmt hefðbundinni gjaldskrá stendur ekki undir eðlilegum stofn- eða rekstrarkostnaði tengingarinnar. Gert er ráð fyrir að sama heimild eigi einnig við um þau tilvik ef forsendur viðskipta breytast verulega.

Breytingar á lögum og tengd mál: Raforkulög, nr. 65/2003.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt nær óbreytt.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Umhverfismál: Orkumál og auðlindir  |  Hagstjórn: Skattar og tollar

Þingskjöl

Þingskjal 678 | 2.12.2022
Þingskjal 1694 | 5.5.2023
Þingskjal 1743 | 9.5.2023
Þingskjal 1858 | 24.5.2023

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 1.3.2023
Landsvirkjun (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 24.2.2023
Rarik ohf (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 1.3.2023