Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

535 | Lögreglulög (afbrotavarnir, vopnaburður og eftirlit með lögreglu)

153. þing | 2.12.2022 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 17 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: AM | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (27.2.2023)

Samantekt

Markmið:

Að skýra og styrkja heimildir lögreglu til að viðhafa aðgerðir í þágu afbrotavarna. Að efla eftirlit með lögreglu.

Helstu breytingar og nýjungar:

Meginbreytingar frumvarpsins lúta að því að lögreglu sé heimilt að nota þær upplýsingar sem hún býr yfir á hverjum tíma til greininga í þágu afbrotavarna. Jafnframt er lagt til að skerpt verði á heimildum lögreglu til að afla upplýsinga og viðhafa eftirlit í því skyni að draga úr brotastarfsemi. Gert er ráð fyrir að eftirlit með störfum lögreglu verði eflt með því að setja á fót innra gæðaeftirlit hjá embætti ríkislögreglustjóra og fela nefnd um eftirlit með störfum lögreglum að hafa eftirlit með tilteknum aðgerðum lögreglu í þágu afbrotavarna. Þá er lagt til sérstakt ákvæði um meðferð og notkun vopna hjá lögreglu auk þess sem sett er lagastoð fyrir nánari reglur þess efnis.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lögreglulög, nr. 90/1996.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál

Þingskjöl

Þingskjal 677 | 2.12.2022
Flutningsmenn: Jón Gunnarsson

Umsagnir