Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að stuðla að því að einstaklingar sem metnir hafa verið til örorku og/eða misst hafa hluta starfsgetu sinnar geti aflað sér hærri tekna með atvinnu áður en tekjurnar komi til lækkunar á greiðslum til örorku- eða endurhæfingarlífeyrisþega.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að skerðingarhlutfall örorkulífeyris, endurhæfingarlífeyris og aldurstengdrar örorkuuppbótar lækki úr 11% í 9% og að sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna við útreikning tekjutryggingar og heimilisuppbótar hækki úr 1.315.200 kr. í 2.400.000 kr. á ári.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um almannatryggingar, nr. 100/2007.
Kostnaður og tekjur: Kemur ekki fram í frumvarpi.
Afgreiðsla: Samþykkt með breytingu sem var tæknilegs eðlis.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Almannatryggingar | Samfélagsmál: Atvinnumál | Samfélagsmál: Félagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins