Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

532 | Þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir (framlenging á bráðabirgðaákvæði)

153. þing | 2.12.2022 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að skapa svigrúm til þess að leysa úr óleystum álitamálum varðandi notendastýrða persónulega þjónustu og tryggja þannig að þjónustan færist með farsælum hætti frá ríki til sveitarfélaga.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að framlengja gildistíma bráðabirgðaákvæðis I í lögum nr. 38/2018 til loka árs 2024. Þá er lagt til að á árunum 2023 og 2024 verði veitt framlag til að uppfylla efni bráðabirgðaákvæðisins og að samningar um notendastýrða persónulega aðstoð verði allt að 145 á árinu 2023 og allt að 172 á árinu 2024.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs verði samtals 578 milljónir kr. (375 milljónir kr. á árinu 2023 og 203 milljónir kr. á árinu 2024) til að uppfylla efni bráðabirgðaákvæðisins um 172 samninga.

Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál

Þingskjöl

Þingskjal 674 | 2.12.2022
Þingskjal 762 | 9.12.2022
Nefndarálit    
Þingskjal 774 | 12.12.2022
Þingskjal 775 | 12.12.2022
Þingskjal 777 | 12.12.2022
Þingskjal 850 | 15.12.2022

Umsagnir

Velferðarnefnd | 7.12.2022
NPA miðstöðin (minnisblað)
Velferðarnefnd | 7.12.2022
NPA miðstöðin (minnisblað)