Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 13 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: VF | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (18.1.2023)
Markmið:
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að innleidd verði tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/40/ESB um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnvaldsfyrirmælum aðildarríkjanna varðandi framleiðslu, kynningu og sölu á tóbaki og tengdum vörum og um niðurfellingu á tilskipun 2001/37/EB. Meðal annars er lagt til að innleiddar verði reglur tilskipunarinnar um umbúðir tóbaksvara, rekjanleika og skráningu þeirra og tilkynningar um nýjar vörur. Jafnframt verður lagt til að innleiddar verði reglur um jurtavörur til reykinga og takmarkanir á einkennandi bragði og tilteknum aukaefnum í tóbaksvörum. Þá er lagt til að innleidd verði framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/109/ESB.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um tóbaksvarnir, nr. 6/2002.
Kostnaður og tekjur: Kemur ekki fram í frumvarpi.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál | Lög og réttur: Persónuleg réttindi | Atvinnuvegir: Viðskipti