Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

530 | Tóbaksvarnir (innihaldsefni, umbúðir o.fl.)

153. þing | 2.12.2022 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 13 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: VF | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (18.1.2023)

Samantekt

Markmið:

Að innleiða Evróputilskipun 2014/40/ESB um tóbaksvörur og tengdar vörur (tóbakstilskipun ESB) og framselda tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/109/ESB.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að innleidd verði tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/40/ESB um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnvaldsfyrirmælum aðildarríkjanna varðandi framleiðslu, kynningu og sölu á tóbaki og tengdum vörum og um niðurfellingu á tilskipun 2001/37/EB. Meðal annars er lagt til að innleiddar verði reglur tilskipunarinnar um umbúðir tóbaksvara, rekjanleika og skráningu þeirra og tilkynningar um nýjar vörur. Jafnframt verður lagt til að innleiddar verði reglur um jurtavörur til reykinga og takmarkanir á einkennandi bragði og tilteknum aukaefnum í tóbaksvörum. Þá er lagt til að innleidd verði framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/109/ESB.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um tóbaksvarnir, nr. 6/2002.

Kostnaður og tekjur: Kemur ekki fram í frumvarpi.

Aðrar upplýsingar:

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/40/ESB frá 3. apríl 2014 um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna varðandi framleiðslu, kynningu og sölu á tóbaki og tengdum vörum og um niðurfellingu á tilskipun 2001/37/EB (tóbakstilskipunin).

Framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/109/ESB frá 10. október 2014 um breytingu á II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/40/ESB með því að taka saman safn af myndaviðvörunum til að nota á tóbaksvörur.

Rammasamningur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um tóbaksvarnir frá maí 2003

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 672 | 2.12.2022
Flutningsmenn: Willum Þór Þórsson

Umsagnir

Velferðarnefnd | 19.1.2023
Velferðarnefnd | 3.4.2023
Heilbrigðisráðuneytið (upplýsingar)
Velferðarnefnd | 27.4.2023
Heilbrigðisráðuneytið (upplýsingar)
Velferðarnefnd | 18.1.2023
Lyfjastofnun (umsögn)
Velferðarnefnd | 18.1.2023
Velferðarnefnd | 18.1.2023
Umhverfisstofnun (umsögn)