Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
 153. þing
        
            | 21.11.2022
        
        | Lagafrumvarp
        
            | Stjórnarmál
        
        
             
            
                Samþykkt
        153. þing
        
            | 21.11.2022
        
        | Lagafrumvarp
        
            | Stjórnarmál
        
        
             
            
                Samþykkt
            
        
        Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að stytta málsmeðferðartíma hjá Persónuvernd og auka skilvirkni hjá stofnuninni.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að afnema þá skyldu Persónuverndar að ljúka hverju kvörtunarmáli með úrskurði. Einnig er lagt til að Persónuvernd geti tekið ákvörðun um hvort kvörtun, sem berst stofnuninni, gefi nægar ástæður til rannsóknar. Þá er lagt til að Persónuvernd skuli upplýsa þann sem kvartar um framvindu og niðurstöðu máls innan hæfilegs tíma og um heimild hans til að bera ákvarðanir og málsmeðferð stofnunarinnar undir dómstóla.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr.90/2018.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Persónuvernd.
Afgreiðsla: Samþykkt með þeim breytingum að allar greinar frumvarpsins voru felldar brott fyrir utan 3. gr.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Lög og réttur: Persónuleg réttindi | Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál