Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 1 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið
Markmið: Að stuðla að áframhaldandi uppgangi íslensks tónlistariðnaðar með því að framlengja gildistíma laga nr. 110/2016 og styðja þannig innviði greinarinnar.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að þjónustuaðilar geti sótt um endurgreiðslu hluta kostnaðar sem fellur til við hljóðritun hér á landi. Þá er lagt til að framlengja gildistíma laganna til ársins 2027.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist, nr. 110/2016.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir að breytingar á lögunum muni auka útgjöld ríkissjóðs en útgjöld geta breyst í samræmi við breytta eftirspurn eftir endurgreiðslum. Áætlað er að árleg fjárveiting á fjárlögum til endurgreiðslna verði svipuð og verið hefur, um 51,5–81 milljónir kr. á ári.
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Mennta- og menningarmál: Menningarmál | Hagstjórn: Skattar og tollar | Atvinnuvegir: Viðskipti