Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 10 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að tryggja einstaklingum sem misst hafa starfsgetuna endurhæfingarlífeyri til lengri tíma en nú gildir enda sé starfsendurhæfing með aukna atvinnuþátttöku að markmiði enn talin raunhæf.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að styrkja réttarstöðu þeirra einstaklinga sem fá tímabundnar greiðslur meðan á starfsendurhæfingu stendur með því að lengja tímabil greiðslna endurhæfingarlífeyris úr 18 mánuðum í 36 mánuði. Auk þess er gert ráð fyrir að heimilt verði að framlengja greiðslutímabilið um allt að 24 mánuði í stað 18 mánaða samkvæmt gildandi lögum ef starfsendurhæfing með atvinnuþátttöku að markmiði er enn talin raunhæf. Er þannig gert ráð fyrir að tímabil greiðslna geti orðið allt að fimm ár en samkvæmt gildandi lögum er það að hámarki þrjú ár.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um félagslega aðstoð, nr. 99/2007.
Kostnaður og tekjur: Til skemmri tíma er gert ráð fyrir að kostnaður vegna greiðslna endurhæfingarlífeyris aukist en á móti komi að greiðslur örorkulífeyris lækki um sömu fjárhæð.
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Almannatryggingar | Samfélagsmál: Atvinnumál | Samfélagsmál: Félagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál