Markmið: Að innleiða tvær Evrópugerðir um sértryggð skuldabréf og Evrópugerð um útfærslu óhefðbundinnar staðalaðferðar vegna markaðsáhættu.
Helstu breytingar og nýjungar:
Sértryggð skuldabréf eru sérstök tegund skuldabréfa sem lánastofnanir gefa út til að fjármagna útlán og aðra starfsemi sína. Helstu breytingar sem felast í frumvarpinu eru þær að útgefendur sértryggðra skuldabréfa þurfa ávallt að hafa nægt laust fé í tryggingasöfnum til að standa undir hámarksútflæði lauss fjár næstu 180 daga, sett eru skilyrði fyrir frestun gjalddaga sértryggðra skuldabréfa og mælt er fyrir um ítarlegri upplýsingagjöf útgefenda til fjárfesta. Þá munu fleiri brot en áður varða stjórnvaldssektum og hámark sektanna verður hækkað. Skuldabréf sem uppfylla skilyrði laganna verður unnt að markaðssetja sem „evrópsk sértryggð skuldabréf“ eða „evrópsk sértryggð skuldabréf (úrvals)“.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um sértryggð skuldabréf, nr. 11/2008.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2162 frá 27. nóvember 2019 um útgáfu sértryggðra skuldabréfa og opinbert eftirlit með sértryggðum skuldabréfum og um breytingu á tilskipunum 2009/65/EB og 2014/59/ESB.
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB)
2019/2160 frá 27. nóvember 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr.
575/2013 að því er varðar áhættuskuldbindingar í formi sértryggðra skuldabréfa.
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB)
2021/424 frá 17. desember 2019 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr.
575/2013 að því er varðar óhefðbundna staðalaðferð vegna markaðsáhættu.
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar:
Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál
|
Atvinnuvegir: Viðskipti