Markmið:
Að eyða réttaróvissu og gera löggjöf á sviði skattamála skýra.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagðar eru til margvíslegar breytingar á lögum um skatta og gjöld. Meðal annars er um að ræða ákvæði sem snúa að kaupum á hlutabréfum samkvæmt kauprétti í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum, lengingu heimildar til endurákvörðunar úr sex árum í tíu ár vegna mútubrota o.fl.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um tekjuskatt, nr. 90/2003.
Lög um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, nr.
152/2009.
Lög um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr.
29/1993.
Lög um erfðafjárskatt, nr.
14/2004.
Lög um virðisaukaskatt, nr.
50/1988.
Lög um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr.
25/1993.
Kostnaður og tekjur:
Ef bráðabirgðaákvæði laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki verða framlengd um tvö ár er áætlað að kostnaður ríkissjóðs verði samtals tæplega 30 milljarðar kr. fyrir árin 2024 og 2025. Að óbreyttu hefði þessi kostnaður numið 6,5–7,5 milljörðum kr. á árinu 2024. Kostnaður ríkissjóðs vegna stuðningsins er að hluta til umfram fjárheimildir en í fjármálaáætlun 2023–2027 var gert ráð fyrir að kostnaður við að gera bráðabirgðaákvæði laganna varanleg yrði 11,5 milljarðar kr. Önnur áhrif á kostnað koma að mestu fram vegna þess að lagt er til að fallið verði frá fjöldamörkum rafmagnsbíla. Sé gert ráð fyrir að hlutdeild þeirra í innflutningi fólksbifreiða haldi áfram að aukast árið 2023 má áætla að tekjutap ríkisins vegna brottfellingar á 20.000 bíla fjöldamörkum gæti numið 3,8 milljörðum kr. Þá er áætlaður kostnaður ríkissjóðs vegna framlengingar á sérstakri ívilnun fyrir húsbíla um 200 milljónir kr. á árinu 2023. Að öðru leyti eru kostnaðar- og tekjuáhrif frumvarpsins óveruleg.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar:
Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál
|
Umhverfismál: Mengun
|
Umhverfismál: Orkumál og auðlindir
|
Hagstjórn: Skattar og tollar
|
Atvinnuvegir: Viðskipti