Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

429 | Menningarminjar (aldursfriðun húsa og mannvirkja)

153. þing | 14.11.2022 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 6 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að tryggja aldursfriðun þeirra húsa og mannvirkja sem raunverulega er þörf á að njóti verndar og að koma í veg fyrir að hús og önnur mannvirki sem ekki er þörf á að vernda öðlist slíka vernd eingöngu sökum aldurs.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að aldursfriðun húsa og mannvirkja miðist við byggingarár 1923 eða fyrr í stað 100 ára reglu. Gert er ráð fyrir að Minjastofnun Íslands fái heimild til að skilyrða leyfi vegna framkvæmda á friðuðum húsum eða leggja til friðlýsingu þeirra. Þá er lagt til að umsagnarskyldu húsa sem ekki njóta friðunar, en eru byggð 1925 eða fyrr, verði breytt til ársins 1930.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um menningarminjar, nr. 80/2012.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Samþykkt með þeirri breytingu að miðað verður við árið 1940 í stað 1930 hvað varðar umsagnarskyldu húsa sem ekki njóta friðunar.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Mennta- og menningarmál: Menningarmál  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd

Þingskjöl

Þingskjal 489 | 14.11.2022
Þingskjal 805 | 13.12.2022
Nefndarálit    
Þingskjal 840 | 15.12.2022
Þingskjal 878 | 16.12.2022
Flutningsmenn: Birgir Þórarinsson
Þingskjal 902 | 16.12.2022

Umsagnir