Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

428 | Meðferð sakamála (málsmeðferð hjá Endurupptökudómi)

153. þing | 14.11.2022 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 12 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að stuðla að auknu réttaröryggi.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að kveðið verði á um með óyggjandi hætti að Endurupptökudómi sé heimilt að vísa máli sem dæmt hefur verið í Hæstarétti fyrir tilkomu Landsréttar til nýrrar meðferðar og dómsuppsögu í Landsrétti. Um er að ræða mál sem á sínum tíma voru dæmd í héraði og var áfrýjað til Hæstaréttar sem felldi endanlegan dóm. Málin voru dæmd í Hæstarétti áður en Landsréttur var stofnaður og hlutu þar af leiðandi ekki meðferð þar.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um meðferð sakamála, nr. 88/2008.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Afgreiðsla: Samþykkt með þeirri breytingu að ákvæði 1. gr. frumvarpsins taki til mála sem Endurupptökudómur hefur ekki úrskurðað um, þ.m.t. mála sem eru þar til meðferðar. Utan gildissviðs 1. gr. frumvarpsins falla því þau mál sem Endurupptökudómur hefur þegar skorið úr um.

Efnisflokkar: Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar

Þingskjöl

Þingskjal 488 | 14.11.2022
Flutningsmenn: Jón Gunnarsson
Þingskjal 1397 | 23.3.2023
Þingskjal 1434 | 28.3.2023
Þingskjal 1486 | 30.3.2023

Umsagnir

17.11.2022