Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 28 | Þingskjöl: 17 | Staða: Lokið
Markmið: Að auka skilvirkni málsmeðferðartíma útlendingamála, sporna við misnotkun verndarkerfisins, skerpa á heimildum til skerðingar og niðurfellingar þjónustu og tryggja framkvæmd ákvarðana um frávísun og brottvísun.
Helstu breytingar og nýjungar: Helstu breytingar varða m.a. hvenær taka skuli umsókn um alþjóðlega vernd til efnislegrar meðferðar, málsmeðferð umsókna frá umsækjendum sem þegar hafa hlotið alþjóðlega vernd í öðrum Evrópuríkjum og málsmeðferðartíma umsókna um alþjóðlega vernd, en m.a. er kveðið á um málsmeðferð endurtekinna umsókna og sjálfkrafa kæru ákvarðana Útlendingastofnunar til kærunefndar útlendingamála í ákveðnum tilvikum. Þá eru lagðar til breytingar sem varða réttindi umsækjenda um alþjóðlega vernd og hvenær réttindi útlendinga, sem synjað hefur verið endanlega um alþjóðlega vernd, verða felld niður eða skert.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um útlendinga, nr. 80/2016.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir að samþykkt frumvarpsins hafi í för með sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð en gera má ráð fyrir að það muni bæta meðferð opinbers fjár og þar með afkomu ríkissjóðs.
Aðrar upplýsingar: Löggjöf á Norðurlöndum
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Samfélagsmál: Atvinnumál | Samfélagsmál: Félagsmál | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit