Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 1 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið
Markmið: Að tryggja að búsetuskilyrði stjórnarmanna og framkvæmdastjóra í fjármálafyrirtækjum og vátryggingafélögum samræmist skuldbindingum Íslands samkvæmt EES-samningnum.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að ríkisborgarar EES- og EFTA-ríkja ásamt Færeyingum verði undanþegnir búsetuskilyrðum til stjórnarmanna og framkvæmdastjóra í fjármálafyrirtækjum og vátryggingafélögum. Ríkisborgarar þessara ríkja munu því ekki þurfa að sækja um undanþágu til fjármálaeftirlits vegna búsetu utan EES-svæðisins til að geta verið stjórnarmenn og framkvæmdastjórar í fjármálafyrirtækjum og vátryggingafélögum.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Atvinnuvegir: Viðskipti