Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

328 | Peningamarkaðssjóðir

153. þing | 14.10.2022 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að kveða á um skilyrði fyrir stofnsetningu, rekstri og markaðssetningu peningamarkaðssjóða.

Helstu breytingar og nýjungar: Meginefni frumvarpsins felur í sér innleiðingu Evrópureglugerðar um peningamarkaðssjóði og nauðsynlegra ákvæða þar að lútandi, s.s. um hvernig eftirlit fari fram, um eftirlitsheimildir lögbærra yfirvalda, aðfararhæfi ákvarðana Eftirlitsstofnunar EFTA og EFTA-dómstólsins, viðurlög, kæru til lögreglu og skyldu ráðherra og Seðlabanka Íslands til reglusetningar.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku laganna verða breytingar á lögum um verðbréfasjóði, nr. 116/2021, lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, nr. 45/2020, og lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1131 frá 14. júní 2017 um peningamarkaðssjóði.

Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 339 | 14.10.2022
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 1012 | 31.1.2023
Þingskjal 1114 | 9.2.2023
Þingskjal 1169 | 21.2.2023

Umsagnir