Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

326 | Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (gjaldmiðlaáhætta og upplýsingagjöf til sjóðfélaga)

153. þing | 14.10.2022 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að gefa lífeyrissjóðum fleiri möguleika til fjárfestinga þannig að þeir geti tekið ákvarðanir sem gera þá betur í stakk búna til að standa undir lífeyrisskuldbindingum. 

Helstu breytingar og nýjungar: Lagðar eru til fjórar breytingar á fjárfestingarheimildum lífeyrissjóða sem snúa að gjaldeyrisáhættu. Þá er lagt til að heimilt verði að birta yfirlit og upplýsingar til sjóðfélaga rafrænt í stað pappírssendinga.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997.

Kostnaður og tekjur: Ekki eru fyrirséð bein áhrif á ríkissjóð af samþykkt frumvarpsins til skemmri tíma.

Aðrar upplýsingar: Skýrsla starfshóps um hlutverk lífeyrissjóða í uppbyggingu atvinnulífs. Forsætisráðuneytið, 19. janúar 2018.


Takmarkanir á gjaldmiðlaáhættu lífeyrissjóða. Skýrsla til fjármála- og efnahagsráðherra. Már Guðmundsson, febrúar 2022.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Efnahagsmál  |  Samfélagsmál: Félagsmál  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál

Þingskjöl

Þingskjal 337 | 14.10.2022
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 1287 | 13.3.2023
Þingskjal 1338 | 15.3.2023
Þingskjal 1378 | 23.3.2023

Umsagnir