Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

279 | Farþegaflutningar og farmflutningar á landi (EES-reglur, einföldun útgáfu leyfa)

153. þing | 7.10.2022 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að veita lagastoð til innleiðingar Evrópugerðar og að einfalda fyrirkomulag leyfisveitinga samkvæmt núgildandi lögum.

Helstu breytingar og nýjungar:

Vegna fyrirhugaðrar innleiðingar reglugerðar (ESB) nr. 2020/1055 er varðar flutninga á vegum eru lagðar til breytingar á ákvæðum laga um farþegaflutninga og farmflutninga sem varða leyfisveitingar. Þá er lögð til sú breyting að ráðherra verði falið að kveða á um leyfða heildarþyngd þeirra ökutækja til farmflutninga í atvinnuskyni sem lögin gilda um í reglugerð í stað þess að heildarþyngdin sé tilgreind í lögunum.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, nr. 28/2017.

Kostnaður og tekjur: Kemur ekki fram í frumvarpi.

Aðrar upplýsingar: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/1055 frá 15. júlí 2020 um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 1071/2009, (EB) nr. 1072/2009 og (ESB) nr. 1024/2012 að því er varðar að aðlaga þær að þróun sem orðið hefur á sviði flutninga á vegum.

Afgreiðsla: Samþykkt með þeim breytingum að kveðið er á um viðmiðunarmörk um leyfða heildarþyngd ökutækja í lögum í stað reglugerðar og taka þau mörk sem lögð voru til mið af ákvæðum reglugerðar (ESB) nr. 2020/1055.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Atvinnuvegir: Ferðaþjónusta  |  Samgöngumál: Samgöngur

Þingskjöl

Þingskjal 282 | 7.10.2022
Þingskjal 615 | 28.11.2022
Þingskjal 722 | 6.12.2022
Þingskjal 826 | 14.12.2022

Umsagnir