Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að veita lagastoð til innleiðingar Evrópugerðar og að einfalda fyrirkomulag leyfisveitinga samkvæmt núgildandi lögum.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, nr. 28/2017.
Kostnaður og tekjur: Kemur ekki fram í frumvarpi.
Aðrar upplýsingar: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/1055 frá 15. júlí 2020 um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 1071/2009, (EB) nr. 1072/2009 og (ESB) nr. 1024/2012 að því er varðar að aðlaga þær að þróun sem orðið hefur á sviði flutninga á vegum.
Afgreiðsla: Samþykkt með þeim breytingum að kveðið er á um viðmiðunarmörk um leyfða heildarþyngd ökutækja í lögum í stað reglugerðar og taka þau mörk sem lögð voru til mið af ákvæðum reglugerðar (ESB) nr. 2020/1055.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Atvinnuvegir: Ferðaþjónusta | Samgöngumál: Samgöngur