Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið
Markmið: Að auka svigrúm við undirbúning hluthafafunda. Að binda formlegan endi á tilvist félags sem hefur verið afskráð samkvæmt reglum laganna. Að auka skilvirkni og hagkvæmni.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagðar eru til breytingar á lögum um hlutafélög þar sem félögum þar sem hlutir hafa verið teknir til viðskipta á skipulegum markaði er heimilað að ákveða í samþykktum sínum tiltekin atriði er varða hluthafafundi, þ.m.t. aðalfundi. Þá eru lagðar til breytingar á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög þess efnis að þegar um er að ræða félag sem þegar hefur verið afskráð samkvæmt heimild í lögunum þá sé hlutafélagaskrá heimilt að krefjast skipta á félaginu að liðnu ári frá afskráningu enda hafi þá ekki borist beiðni um að félagið verði skráð á nýjan leik. Enn fremur eru lagðar til nokkrar breytingar á lögum um ársreikninga, s.s. að ársreikningum skuli skila á rafrænu formi.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um hlutafélög, nr. 2/1995.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir verulegum áhrifum á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Löggjöf á Norðurlöndum
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Viðskipti