Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

226 | Skráning raunverulegra eigenda (skipti eða slit tiltekinna skráningarskyldra aðila)

153. þing | 27.9.2022 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að tryggja að gildandi lög nái því meginmarkmiði sínu að skráningu raunverulegra eigenda verði komið í viðunandi horf til að draga úr hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að tvö ný bráðabirgðaákvæði bætist við lögin þar sem kveðið verði á um sérstök úrræði til að koma fram skiptum eða slitum á lögaðilum sem er skylt að tilkynna um raunverulega eigendur sína til fyrirtækjaskrár samkvæmt lögunum en hafa ekki sinnt þeirri skyldu.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um skráningu raunverulegra eigenda, nr. 82/2019.

Kostnaður og tekjur:

Undirbúningur og framkvæmd krefst tveggja til þriggja starfsmanna í fullu starfi auk aðkomu fleiri sérfræðinga eftir þörfum. Gert var ráð fyrir þessum kostnaði í fjármálaáætlun fyrir árin 2021–2025 og í fjárlögum fyrir árið 2021 var gert ráð fyrir að ríkisskattstjóri fengi tímabundið 50 milljóna kr. framlag og gert var ráð fyrir 30 milljóna kr. framlagi í fjárlögum fyrir árið 2022, á málefnasviði 5, til að sinna þessum verkefnum. Beinn kostnaður ríkissjóðs vegna skiptatrygginga fer eftir ákvörðun dómstóla hverju sinni og kostnaður vegna beiðna til héraðsdóms um slit eða skipti fer eftir lögum um aukatekjur ríkissjóðs. Í fjárlögum fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir, á málefnasviði 5, að Skatturinn fái tímabundið 140 milljóna kr. framlag til að standa straum af kostnaði við skiptatryggingu þar sem fara þarf með lögaðila í skipti skv. 17. gr. laganna.  Þá er gert ráð fyrir tímabundnum kostnaði vegna slita- og skiptameðferðar hjá héraðsdómstólunum og í fjárlögum fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir 30 milljóna kr. framlagi til þeirra á árinu 2022, á málefnasviði 2, til að standa straum af þeim kostnaði.

Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar tæknilegri breytingu.

Efnisflokkar: Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 227 | 27.9.2022
Flutningsmenn: Lilja Alfreðsdóttir
Þingskjal 588 | 23.11.2022
Þingskjal 721 | 6.12.2022
Þingskjal 827 | 14.12.2022

Umsagnir