Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið
Markmið: Að tryggja að landamæraeftirlit og landamæragæsla sé framkvæmd með öruggum og skilvirkum hætti og til samræmis við lög, reglugerðir og þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að sett verði lög um landamæri sem mæli fyrir um grunnreglur sem gilda um för einstaklinga yfir landamæri. Með frumvarpinu eru einnig innleidd ákveðin efnisákvæði reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins um þróun og starfsemi komu- og brottfararkerfis fyrir Schengen-svæðið, reglugerða um evrópskt ferðaupplýsinga- og ferðaheimildarkerfi og reglugerða um samvirkni milli upplýsingakerfa ESB.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku þeirra verða breytingar á lögum um útlendinga, nr. 80/2016, og lögum um réttarstöðu liðsafla aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins og Samstarfs í þágu friðar o.fl., nr. 72/2007.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs á árunum 2023-2027 verði 3.199 milljónir kr.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Lög og réttur: Persónuleg réttindi | Samgöngumál: Samgöngur | Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál