Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að tryggja skaðabótarétt þeirra sem verða fyrir líkamstjóni við eða í kjölfar bólusetningar við apabólu, sé notað til þess bóluefni sem heilbrigðisyfirvöld hérlendis leggja til.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til lög um sjúklingatryggingu gildi um þá sem gangast undir bólusetningu á Íslandi gegn apabólu með bóluefnum sem íslensk heilbrigðisyfirvöld leggja til. Þá er lagt til að bætur greiðist vegna tjóns sem hlýst af eiginleikum bóluefnis.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um sjúklingatryggingu, nr. 111/2000.
Kostnaður og tekjur: Miðað við áætlaðan fjölda þeirra sem bólusettir verða og áætlað hlutfall þeirra sem verða fyrir alvarlegu tjóni má ætla að kostnaður vegna skaðabóta muni nema um 10 milljónum kr. Óvíst er yfir hve langan tíma sá kostnaður mun dreifast.
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Almannatryggingar | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál