Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að bæta samanburð gjalda er varða greiðslureikninga, auðvelda skipti á greiðslureikningum og aðgengi að almennum greiðslureikningum.
Helstu breytingar og nýjungar: Lögð eru til ný heildarlög um greiðslureikninga sem eru innleiðing á tilskipun 2014/92/ESB um greiðslureikninga. Tryggja skal að allir sem dvelja löglega til lengri tíma á Íslandi fái aðgang að greiðslureikningi með grunneiginleikum. Þá verður neytendum auðveldað að skipta um greiðslureikninga og aðgengi almennings að upplýsingum um gjaldtöku vegna greiðslureikninga bætt, m.a. með samanburðarvefsetri um gjöld sem tengjast greiðslureikningum. Gerðar verða auknar kröfur til lánastofnana um að tryggja þessi réttindi neytenda.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku þeirra verða breytingar á lögum um greiðsluþjónustu, nr. 114/2021.
Kostnaður og tekjur: Ekki liggur fyrir hvort einhver kostnaður fellur á ríkissjóð vegna kröfu tilskipunarinnar um samanburðarvefsetur varðandi gjöld fyrir greiðslureikninga en í frumvarpinu er ráðherra falið að setja reglugerð til innleiðingar á því ákvæði. Að öðru leyti eru ekki fyrirséð fjárhagsáhrif á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/92/ESB frá 23. júlí 2014 um samanburð gjalda er varða greiðslureikninga, skipti á greiðslureikningum og aðgengi að almennum greiðslureikningum (tilskipun um greiðslureikninga).
Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt nær óbreytt.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál | Atvinnuvegir: Viðskipti