Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

1155 | Almannatryggingar og húsnæðisbætur (mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu)

153. þing | 5.6.2023 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 1 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að milda áhrif aukinnar verðbólgu á lífskjör elli- og örorkulífeyrisþega.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að bætur almannatrygginga hækki um 2,5% frá 1. júlí 2023. Einnig er lagt til að frítekjumörk húsnæðisbóta fyrir þann sem býr einn hækki afturvirkt um 2,5% frá 1. janúar 2023. Þá er gert ráð fyrir að frítekjumörk heimila með tvo eða fleiri heimilismenn hækki jafnframt í samræmi við stuðla húsnæðisbóta.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um almannatryggingar, nr. 100/2007.

Lög um húsnæðisbætur, nr. 75/2016.

Kostnaður og tekjur:

Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna 2,5% hækkunar á bótum verði 3,3 milljarðar kr. á árinu 2023 og um 6,6 milljarðar kr. á ársgrundvelli. Áætlaður kostnaður vegna hækkunar frítekjumarka húsnæðisbóta nemur 110–130 milljónum kr. á árinu 2023.

Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Almannatryggingar  |  Hagstjórn: Efnahagsmál  |  Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins

Þingskjöl

Þingskjal 1973 | 5.6.2023
Þingskjal 2010 | 7.6.2023
Þingskjal 2145 | 9.6.2023

Umsagnir