Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

1052 | Skipulagslög (hagkvæmar íbúðir)

153. þing | 8.5.2023 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 10 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: US | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (19.5.2023)

Samantekt

Markmið: Að aðstoða sveitarfélög við að skipuleggja fjölbreytta íbúðabyggð og stuðla að því að íbúðaþörf ólíkra hópa sé mætt.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að sveitarfélögum séu veittar heimildir til að gera kröfu um það við gerð deiliskipulags að allt að 25% af heildarfermetrafjölda íbúða innan skipulagssvæðis verði fyrir íbúðir sem falla undir lög um almennar íbúðir og íbúðir sem uppfylla skilyrði fyrir hlutdeildarlánum og lánum til leiguíbúða samkvæmt lögum um húsnæðismál.

Breytingar á lögum og tengd mál: Skipulagslög, nr. 123/2010.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Átakshópur leggur til 40 aðgerðir til að bregðast við vanda á húsnæðismarkaði. Forsætisráðuneytið, 22. janúar 2019.

Aðgerðir kynntar um meira öryggi og aukið framboð á húsnæðismarkaði. Forsætisráðuneytið, innviðaráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, 19. maí 2022.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd

Þingskjöl

Þingskjal 1698 | 8.5.2023

Umsagnir

BSRB (umsögn)