Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

1028 | Tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi

153. þing | 25.4.2023 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 18 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: US | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (17.5.2023)

Samantekt

Markmið: Að bregðast við bráðavanda í húsnæðismálum umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að gera stjórnvöldum kleift að nota húsnæði, sem ekki hefur verið ætlað til búsetu, undir tímabundin búsetuúrræði.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að Skipulagsstofnun geti veitt tímabundna undanþágu frá almennum skilyrðum og ferlum gildandi mannvirkja- og skipulagslöggjafar til að heimila breytta notkun húsnæðis sem ætlað er til tímabundinnar búsetu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Gert er ráð fyrir að húsnæðið uppfylli kröfur um brunavarnir, öryggi og hollustuhætti áður en það er tekið í notkun. Lagt er til að undanþágur verði bundnar við tímabundna notkun húsnæðis í allt að þrjú og hálft ár.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Lög um brunavarnir, nr. 75/2000.
Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998.
Lög um mannvirki, nr. 160/2010.
Skipulagslög, nr. 123/2010.

Kostnaður og tekjur:

Áætlaður kostnaður við að útbúa 1.000 rými með viðeigandi breytingum er um 500–800 milljónir kr. fyrir húsnæði í eigu ríkisins. Kostnaður við önnur 1.000 rými gæti verið um 50% hærri vegna frekari breytinga sem þarf að gera. Heildarkostnaður gæti numið 2,4–3,8 milljörðum kr. fyrir samtals 3.000 rými. Gert er ráð fyrir að slíkt húsnæði verði selt þegar notkun þess lýkur og að hugsanlega megi endurheimta útlagðan kostnað vegna breytinga við sölu.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðiseftirlit  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd

Þingskjöl

Þingskjal 1637 | 25.4.2023

Umsagnir

28.4.2023
Arnar Guðmundsson (umsögn)